TRAUSTI fasteignasala

Þín paradís í Portúgal

 • Samstarf

  Trausti fasteignasala hefur hafið samstarf við tvær af vönduðustu fasteignasölum Portúgal. Við bjóðum nú upp á mikið úrval eigna. Eins bjóðum við upp á 7 daga skoðunarferðir um Algarvesvæðið.
  Hafið samband við Peter, Sofiu eða Kristján og við finnum þína eign í Portúgal.

Sofia

Sofia Baptista
[email protected]
Sími og WhatsApp: +351 963003022

Sofia Baptista, er fædd og uppalin í Lissabon og þekkir borgina eins og lófann á sér. Sofia er reyndur fasteignasali og hefur sérhæft sig í að aðstoða erlenda kaupendur við fasteignakaup í Portúgal, þá helst frá USA og Norður Evrópu. Hún ferðast reglulega til USA og Norður Evrópu og heldur fyrirlestra um kaup erlendra aðila í Portúgal undir yfirskriftinni „Living Portugal“
Sofia talar mjög góða ensku.

Hafa samband

Kristján

Kristján Baldursson
[email protected]
Sími: 8673040

Kristján hefur búið í Portúgal, þekkir landið vel af eigin raun og talar portugölsku. Fyrir utan að selja Fasteignir á Trausta fasteignasölu finnst honum ekkert betra en að borða góða “bifana” á góðum stað í Lissabon. Kristján er eldheitur stuðningsmaður Benfica og fer iðulega á Estadio da Luz að horfa á leiki.

Hann hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2007 og hefur frá árinu 2012 rekið Trausta fasteignasölu. Kristján er reynslumikill í fasteignasölu og í lögmennsku í málum á sviði fasteignaréttar.

Hafa samband

Peter

Peter Reuterkloo
[email protected]
Sími: +4670873 8600 / +351919486900

Peter er eigandi og rekstraraðili SkandiaMäklarna Portúgal.
Hann hefur í meira en 15 ár aðstoðað Svía, Norðmenn, Finna og nú Íslendinga við að kaupa eignir í Portúgal. Hann hefur tekið þátt í yfir 80 fyrirlestrum í Skandinavíu og hefur stjórnað yfir 200 skoðunarferðum erlendra aðila til Portúgal í kauphugleiðingum.
Peter talar mjög góða ensku

Hafa samband

Veðurfar og áhrif hnattrænnar hlýnunar á Portúgal

Veðrið í Portúgal er almennt þægilegt. Sumrin eru heit og vetur mildir. Hitastigið er ekki óbærilegt þó að sumrin geta verið heit sérstaklega í ágúst.

Sumarkvöldin geta þó orðið svöl og því getur verið gott að hafa meðferðis léttan jakka eða þunna peysu.

Áhrif hnattrænnar hlýnunar eru mun minni heldur en í nágrannalöndum þ.e. Spáni, Ítalíu og Grikklandi þar sem hitinn getur orðið óbærilegur ásamt neikvæðum áhrifum sem því fylgja eins og t.d. sinubruni og skógareldar. Portúgal kemur því betur út veðurfarslega en önnur lönd suður Evrópu. Þar skiptir miklu lega landsins að sjó og hafgola.

Sjá meira á : Tripsavy · The Times · CN Traveler

Af hverju Portúgal?

Ímyndaðu þér að búa í landi þar sem finna má mikla fjölbreytni í landslagi og náttúru. Sandstrendur eins langt og augað eygir, gullnar sléttur og fjöll, heimsborgir og sjávarþorp og þúsund ára arfleifð.

 • Step 1

  Verðlag

  Það er ódýrt að búa í Portúgal, bæði hvað varðar húsnæðis- og matarkostnað. Framfærslukostnaður er lágur og er verðlagið í Portúgal allt að 40% lægra en á Íslandi.

 • Step 2

  Veðurfar

  Veðurfar landsins er gott og einkennist af mildum vetrum og hlýjum sumrum. Gott er að geta fundið fyrir áhrifum Miðjarðarhafsins, með heitum, löngum sumrum og stuttum vetrum með lítilli úrkomu.

 • Step 3

  Náttúran

  Portúgal er eitt af þeim Evrópulöndum sem býr yfir hvað mestum fjölbreytileika hvað varðar náttúru. Ósnortið, töfrandi landslag, frá háum fjöllum til víðáttumikilla slétta, gullnar strendur umvafðar fallegum klettum, fallegir árdalir og fjölbreytt dýralíf.

 • Step 4

  Matur & Menning

  Portúgölsk matargerð einkennist af skemmtilegri blöndu af Atlantshafs- og Miðjarðarhafsmatargerð sem inniheldur sjávarfang, brauð, osta og ólífuolíur. Hvert svæði í Portúgal hefur sína eigin hefðbundnu rétti, þar á meðal ýmsar tegundir af kjöti, sjávarfangi, ferskum fiski, þurrkuðum og söltuðum þorski (bacalhau) og hinum fræga Cozido à Portuguesa (portúgalskur plokkfiskur).

 • Straumlínulagað og nútímalegt kaupferli

  • Kaupferlið

   Við gerum ferlið þægilegt og auðvelt fyrir þig.

  • Skoðunarferðir

   7 daga skoðunarferð til Algarve. Skipulagðar ferðir fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa húsnæði í Portúgal. - Allt innifalið.

  • Skattamál

   Skattfrelsi á ellilífeyris- og lífeyrissjóðgreiðslur. Lægri skattur af lífeyristekjum.